Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög

Spánarsnigill (Arion lusitanicus)

Spánarsnigill (Arion lusitanicus) hefur valdið miklum skaða í nágrannalöndum okkar og hefur nú tekið sér bólfestu hér á landi. Ljósmynd: Erling Ólafsson.

Í Fréttablaðinu og á Visir.is 1. febrúar 2011 er frétt um viðbrögð Vistfræðifélags Íslands við tillögum að breytingum á náttúruverndarlögum.

Í fréttinni kemur fram að stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar tillögum að breytingum á náttúruverndarlögum og fagnar meginatriðum tillagnanna. Stjórnin telur sérlega mikilvægt að endurskoða núverandi lagagrein sem lýtur að innflutningi lífvera í ljósi loftslagsbreytinga.

Ingibjörg Svala Jónsdóttir formaður Vistfræðifélagsins segir tillögurnar vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.

Lesa má fréttina í heild sinni á Visir.is hér.

Umsögn Vistfræðifélagsins um tillögur að breytingum á náttúruverndarlögum.

Þessi færsla var birt undir Frá Vistfræðifélaginu, Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.