Aðalfundur Vistfræðifélags Íslands 26. mars 2011

Boðað er til aðalfundar Vistfræðifélags Íslands laugardaginn 26. mars n.k. kl. 13:30 í stofu N-131 í Öskju.

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagasins:

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.
2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
3. Lagabreytingar, ef einhverjar eru.
4. Kosning stjórnar og varastjórnar.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara.
6. Ákvörðun árgjalds.
7. Önnur mál.

Stjórn félagsins leggur fram tillögu um breytingar á 2. og 4. gr laga. Lög félagsins er að finna á vefsíðu: vistis.is og breytingartillögur er að finna í viðhengi.

Kjósa á tvo menn og einn varamann í stjórn. Samkvæmt 7. gr. laga félagsins er kjörtímabil stjórnar tvö ár, og á að kjósa tvo menn annað árið og tvo menn og formann hitt árið. Til að koma á þessari skörun var sett bráðabirgðaákvæði inn í lögin fyrri 1. árið um kosningu tveggja stjórnarmanna og eins varamanns til eins árs. Samkvæmt því ganga þær Guðrún Lára Pálmadóttir og Lísa Anne Libungan úr stjórn. Þær gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Allir eru velkomnir!

Stórnin

Þessi færsla var birt undir Frá Vistfræðifélaginu. Bókamerkja beinan tengil.