Fræðsluferðir framundan

Framundan eru tvær fræðsluferðir á vegum Vistfræðifélagsins fyrir félagsmenn:

Vatnsmýrin 21. maí kl. 17:15
Safnast verður saman við aðalinngang Öskju mánudaginn 21. maí kl. 17:15 og gengið
umhverfis friðlandið í Vatnsmýrinni. Rætt um framkvæmdirnar sem þar eru í gangi,
gildi þess að varðveita svæði af þessu tagi í borgarlandi og rætt almennt um endurheimt
votlendis. Boðið verður upp á hressingu að lokinni göngu. Reiknið með ca. klukkutíma.
Leiðsögumaður verður Ingibjörg Svala Jónsdóttir.

Friðland í Flóa 4. júní kl. 18.
Stefnt er að kvöldgöngu í Friðlandinu í Flóa mánudagskvöldið 4. júní. Hist verður við
fuglaskoðunarhúsið kl. 18 og genginn hringur um friðlandið. Ekið er upp hjá Sólvangi
norðan við Eyrarbakka. Spjallað verður um rannsóknir á fuglum og smádýralífi.
Leiðsögumenn verða Tómas Grétar Gunnarsson og Jón S. Ólafsson. Gott er að koma í
stígvélum og nesti er skemmtilegt.

Þessi færsla var birt undir Frá Vistfræðifélaginu, Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.