Afmælishátíð Líf- og umhverfisvísindastofnunar Háskóla Íslands

Föstudaginn 14. september 2012 kl. 14:00 – 16:00, í stofu 132 í Öskju

VetrarblómLíf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands (LUVS) var stofnuð formlega á Degi íslenskrar náttúru 16. september 2011 sem rannsóknavettvangur starfsmanna Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands. Markmið stofnunarinnar er að efla rannsóknir á sviði líffræði, land- og ferðamálafræði.

Í tilefni Dags íslenskrar náttúru 2012 býður LUVS stofnunin starfsmönnum sínum og gestum til afmælishátíðar. Þema hátíðarinnar að þessu sinni verða rannsóknir á ákaflega brýnu málefni – hnattrænum umhverfismálum.

Dagskrá hátíðarinnar:
Fundarstjóri: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor

14:00 Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, setur hátíðina
14:05 Guðmundar Páls Ólafssonar náttúrufræðings minnst
14:10 Páls Hersteinssonar prófessors minnst
14:15 Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor í líffræði „Áhrif loftslagsbreytinga á gróður norðlægra slóða“
14:45 Anna Karlsdóttir lektor í land- og ferðamálafræði ,,samfélagsleg og hagræn áhrif
loftslagsbreytinga á Norðurslóðum”
15:15 Snæbjörn Pálsson dósent í líffræði „Loftslagsbreytingar, erfðalandfræði og uppruni tegunda á Íslandi“
15:45 Yfirlit á rannsóknastarfsemi og kynning á vefsíðu Líf- og umhverfisvísindastofnunar
16:00 Fundi slitið og boðið upp á kaffiveitingar

Afmælishátíðin er öllum opin og aðgangur er ókeypis

Þessi færsla var birt undir Fræðsluerindi, Fréttir, Ráðstefnur. Bókamerkja beinan tengil.