Surstey 50 ára – Alþjóðleg vísindaráðstefna í Reykjavík 2013

Conference brochureSurtseyjarfélagið hefur ákveðið að standa fyrir alþjóðlegri vísindaráðstefnu á næsta ári í tilefni þess að liðin eru 50 ár frá upphafi Surtseyjargoss. Ráðstefnan verður haldin í Reykjavík 12.-15. ágúst 2013 og m.a. verður boðið upp á dagsferð til Vestmannaeyja. Útbúinn hefur verið bæklingur þar sem fram koma fyrstu upplýsingar um ráðstefnuna. Bæklinginn má nálgast hér.

Sett hefur verið upp skráningarsíða fyrir ráðstefnuna þar sem einnig má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar. Vísindamenn sem tengjast rannsóknum á eldfjallaeyjum á einn eða annan hátt eru hvattir til að taka þátt í afmælisráðstefnu Surtseyjar 2013.

Þessi færsla var birt undir Ráðstefnur. Bókamerkja beinan tengil.