Doktorsvörn og fyrirlestrar tengd vatnalíffræði og loftslagsbreytingum 8. og 9. nóvember

Doktorsvörn Rakelar Guðmundsdóttur föstudaginn 9. nóvember kl. 14.00
Rakel Guðmundsdóttir ver doktorsritgerð sína Frumframleiðdendur í norðlægum lækjum og áhrif aukins hita og næringar á framvindu þeirra föstudaginn 9. nóvember 2012 kl. 14.00 í stofu N132 í Öskju í Háskóla Íslands. Doktorsritgerðin er aðgengileg hér á Skemmunni.

Í því tilefni halda einn leiðbeinenda hennar Próf. Brian Moss og annar andmælandi ritgerðarinnar próf. Richard Battarbee einnig erindi.

Fyrirlestur Brian Moss fimmtudaginn 8. nóvember kl. 12.30

Brian Moss flytur erindið Liberation ecology, limnology, and our future í stofu N-130 fimmtudaginn 8. nóvember kl. 12.30. Fyrirlesturinn er 30 mínútur.

Brian Moss hefur verið einn áhrifamesti vatnalíffræðingur í Evrópu síðustu þrjá áratugi og leiðandi vísindamaður í heiminum í grunnum vötnum. Áhugasvið hans í rannsóknum beinast að fæðukeðjum og loftslagsbreytingum og áhrif þeirra á stöðuvötn.

Brian hefur ritað fjölmargar vísindagreinar, en einnig kennslubók í vatnalíffræði og bók í New Naturalist seríunni, The Norfolk Borads. Honum hefur hlotist margíslegur heiður, m.a. er hann forseti Bristish Phycological Society, varaforseti British Ecological Society og forseti Alþjóðavatnalíffræðisambandsins. Honum var veitt Nauman-Thienemann orðan og orða Institute of Ecology and Environment í Bretlandi fyrir vísindastörf.

Fyrirlestur Richard Battarbee föstudaginn 9. nóvember kl. 12:30
Richard Battarbee heldur fyrirlesturinn Lakes and the Anthropocene í stofu N-130 föstudaginn 9. nóvember kl. 12.30.
Richard W. Battarbee er pófessor emerítus við University College London og forstöðumaður Rannsóknarseturs í loftslagsbreytingum við sama skóla. Hans vísindasvið er í fornvatnalíffræði og breytingar á vistkerfum stöðuvatna.

Richard er félagi í Royal Society og Norska vísindafélaginu. Hann hefur birt yfir 200 vísindagreinar og hann er formaður Fornvatnalíffræðisambandsins og honum var veitt viðurkenning American Society of Limnology and Oceanography.

Þessi færsla var birt undir Fræðsluerindi. Bókamerkja beinan tengil.