Lífið í Vatnsmýrinni

Í Norræna húsinu, stendur yfir sýning með yfirskriftinni ,,Lífið í Vatnsmýrinni“. Við hvetjum alla vistfræðinga til að sjá sýninguna, en henni lýkur 4. nóvember.

Það má segja að sýningin sé afsprengi samstarfverkefnis Norræna hússins, Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um endurheimt votlendis og friðland fugla í Vatnsmýrinni. Sýningin er einstaklega vönduð og byggir á skýrri vistfræðilegri hugsun. Gott dæmi um hvers konar hlutverki Náttúruminjasafn framtíðarinnar ætti að sinna.

Sjá nánar á vefsíðu Norræna hússins.

Þessi færsla var birt undir Fræðsluerindi, Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.