Þriðja alþjóðlega ráðstefnan um skipulag norðurskautsrannsókna (ICARP III)

Þann 8. apríl n.k., verður sett á laggirnar „Þriðja alþjóðlega ráðstefnan um skipulag norðurskautsrannsókna” (Third International Conference on Arctic Research Planning, ICARP III) í Helsinki, en þá standa yfir árlegir samráðsfundir heimskautarannsókna (Actic Science Summit Week 2014, www.assw2014.fi). ICARP III er í raun röð atburða sem haldnir verða fram til apríl á næsta ári með sameiginleg markmið sem eru að:
– skilgreina áherslusvið vísindarannsókna næstu tíu ára á norðlægum slóðum
– samhæfa rannsóknaráætlanir ólíkra fagsviða
– fræða stefnumótandi aðila, íbúa norðursins og alþjóðasamfélagið
– byggja upp farsæl samskipti milli þeirra sem afla þekkingar og notenda hennar
Nánari upplýsingar er að finna í fréttabréfi IASC (International Arctic Science Committee) og á vefsíðu ICARP III (/)
Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.