Skráning á vorráðstefnuna hefur verið opnuð // Registration is now open

VistÍs 2015 – Önnur tilkynning / scroll down for English

Ljósmynd: Tómas Grétar Gunnarsson

Fjórða ráðstefna Vistfræðifélags Íslands verður haldin á Hótel Stykkishólmi þann 23.-24. mars næstkomandi.

Ráðstefnan er vettvangur til að kynna íslenskar rannsóknir á sviði vistfræði og ræða önnur tengd málefni. Ráðstefnan mun fara fram á ensku í ár, þar sem bæði verða flutt erindi og verkefni kynnt á veggspjöldum.

Lengri upphafserindi verða haldin af vistfræðingum frá Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, sem bæði eru í Stykkishólmi.

Boðið er upp á að halda stutta vinnu- eða umræðufundi um afmörkuð vistfræðileg efni. Þeim sem hafa áhuga á að standa fyrir slíkum fundum er bent á að gefa sig fram við undirbúningsnefnd fyrir 1. mars.

Skráningarfrestur erinda, veggspjalda og vinnustofa er til 13. mars en frestur til skráningar á ráðstefnuna sjálfa er til 22. mars.  Tekið er við ágripum á slóðinni /. Skráning þátttakenda fer fram á sama stað.

Verð*:

Ráðstefnugjald: 7000 kr.

Félagsmenn: 4700 kr

Félagsmenn sem eru stúdentar: 3500 kr.

*innifalið í ráðstefnugjaldi er hádegisverður báða dagana og kaffiveitingar.

Ágrip skulu vera á ensku og að hámarki 1500 slög með orðabilum.  Lengd erinda skal vera 15 mínútur með umræðum. Veggspjaldastærð skal miðast við stærðina A0, portrettsnið.

Gisting á Hótel Stykkishólmi:

Félagið fékk tilboð í gistingu á Hótel Stykkishólmi (morgunmatur innifalinn), eins manns hótelherbergi á 11.000 kr. og tveggja manna herbergi á 14.000 kr.

Bókun hótelherbergja: hotelstykkisholmur@hringhotels.is og merkið viðfangsefnið „VistÍs 2015“.

Kvöldverður:

Mánudagskvöldið 23. mars verður haldinn sameiginlegur kvöldverður á hótelinu. Máltíðin kostar 7.200kr.
Félagsmenn fá afslátt og greiða 4300kr

Undirbúningsnefnd/Organising committee:

Tómas Grétar Gunnarsson (formaður/chairman) Háskóla Íslands (tomas@hi.is).

Ana Judith Russi Colmenares, Háskóla Íslands (arj2@hi.is)

Ágústa Helgadóttir, Háskóla Íslands (agh3@hi.is)

Borgný Katrínardóttir, Náttúrufræðistofnun Íslands (borgny@ni.is)

Bryndís Marteinsdóttir, Háskóla Íslands (bryndism@hi.is)

Isabel Barrio, Háskóla Íslands (icbarrio@gmail.com)

Jóhann Þórsson, Landgræðslu ríkisins (jthorsson@thufa.net)

Niall McGinty, Háskóla Íslands (mcginty@gmail.com)

Róbert Arnar Stefánsson, Náttúrustofu Vesturlands (robert@nsv.is)

Drög að dagskrá/Draft meeting schedule:

Day 1  – 23 March  

10:30-11:20  Registration and coffee

11:20-11:30   Conference opening

11:30-11:55    Introductory  lecture

11:55 -12:40  First session

12:40-13:30  Lunch

13:30-14:45  Second session

14:45-15:20   Poster session (and coffee)

15:20-16:35   Third session

16:35-16:45   Short break

16:45 Annual General Meeting

18:00 Conference Dinner

Day 2 – 24 March   

08:00-09:00 Breakfast

09:00-09:25 Introductory lecture

09:25-10:40 Discussion groups/Mini workshops

10:40-11:00  Coffee and posters

11:00-12:15   Fourth session

12:15-13:10   Lunch

13:10-14:25   Fifth session

14:30  Closing


EcoIce 2015 – second announcement

The annual conference of the Ecological Society of Iceland will be held on March 23-24th at Hótel Stykkishólmur in Stykkishólmur, W-Iceland.  The conference will be held in English. Both oral and poster presentations are welcome.

Longer introductory lectures will be given by ecologists from West Iceland Centre of Nature Research and University of Iceland‘s Research Centre which are both situated in Stykkishólmur.

Delegates are invited to host short workshops or discussion groups on ecological matters. Those interested to organise such a group are asked to contact the organising committee before 1st of March.

Deadline for abstract submission and registration is March 13th and March 22th respectively, see further details on /.

 *Price:

Registration fee is 7000 kr.

Members: 4700 kr.

Members and students: 3500 kr.

* included lunch both days and coffee

The abstracts should be in English, maximum length is 1500 characters, including spaces.  Oral presentations are limited to 15 min, including questions.  Required poster size is A0, portrait.

Hotel Stykkishólmur:

Participants get discount price at Hotel Stykkishólmur 11.000 kr. for a single room, 14.000 kr. for a double room. Breakfast is included.

To book a room, contact Hótel Stykkishólmur by mail: hotelstykkisholmur@hringhotels.is with the subject „VistÍs 2015“.

Conference dinner:

On the 23rd of March, Monday evening, a dinner will be held at the hotel. The price is 4,300 ISK for members and 7,200 ISK for non-members.

Þessi færsla var birt undir Frá Vistfræðifélaginu, Fréttir, Ráðstefnur. Bókamerkja beinan tengil.