Opnað fyrir skráningu á VistÍs 2017!

Sjötta ráðstefna Vistfræðifélags Íslands verður haldin dagana 28-29. apríl í Háskólanum á Hólum í Hjaltadal.

Hólar – photo: Doriane Combot

Ráðstefnan er vettvangur til að kynna vistfræðirannsóknir á Íslandi í formi erinda og veggspjalda og eru allir vistfræðingar hvattir til að senda inn ágrip. Boðið er upp á að halda stutta vinnustofu eða umræðufundi um afmörkuð vistfræðileg efni. Þeim sem hafa áhuga á að standa fyrir slíkum fundum er bent á að gefa sig fram við undirbúningsnefnd fyrir 17.mars.

Í ár verða fyrirlesarar inngangserinda Bjarni Kristófer Kristjánsson prófessor sem mun fjalla um vistfræðirannsóknir Háskólans á Hólum og Sigurður Guðjónsson forstjóri nýsameinaðrar rannsókna- og ráðgjafa stofnun hafs og vatns sem ætlar að fjalla um vistfræðirannsóknir þar á bæ. Dr. Jill Welter frá St. Catherine University í Minneapolis er erlendur gestafyrirlesari Vistfræðifélagsins á ráðstefnunni.

SKRÁNING ER NÚ OPIN!

Lengd ágripa er að hámarki 1500 slög með orðabilum. Gert er ráð fyrir að hvert erindi sé 12 mínútur + 3 mínútur í umræður. Sniðmát veggspjalda er nokkuð frjálst en mælt er með stærðinni A0, portrettsnið. Höfundar mega flytja erindi sín á íslensku eða ensku en æskilegt er að glærutexti og veggspjöld verði á ensku.  Athugið að mikilvægt er að þeir sem senda inn ágrip skrái sig einnig til þátttöku. Hvort tveggja fer fram hér: 

          Lokafrestur til að skrá framlög  (erindi, veggspjöld og vinnustofur) er til 17. mars.

          Lokafrestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til 7. apríl.

          Lokadagskrá ráðstefnu verður kynnt 24. mars.

Verðlaun fyrir besta nemenda veggspjaldið og erindið!

Ráðstefnugjald greiðist annaðhvort með millifærslu á félagið eða við skráningu (það verður posi á staðnum): 4900 kr fyrir VistÍsfélaga, 3900 kr fyrir VistÍsfélaga og nemendur en 9900 kr fyrir aðra. Innifalið er kaffi/te, léttur hádegisverður og hressing í ráðstefnulok auk “Lopapeysu-grillveislu” (inni eða úti eftir veðri) og skoðunarferðar í Verið á Sauðárkrók (rúta innifalin). Boðið verður upp á staðarkynningu á Hólum. Bjórsetur Íslands verður opið en fyrir eigin reikning.

Hátíðarkvöldverður laugardaginn 29.apríl kostar 4000 kr fyrir VistÍsfélaga en 5500 kr fyrir aðra. Grænmetisfæða er valmöguleiki.

Gisting á Hólum: eins manns herbergi 8500 kr/nótt, tveggja manna herbergi 13.500 kr/nótt (morgunmatur innifalinn). Mikilvægt er að bóka gistingu hjá ferðaþjónustunni á Hólum tímanlega, fjöldi herbergja er takmörkuð. Sendið póst á booking@holar.is með fyrirsögninni VistÍs2017.

Ferðir: Þáttakendur sjá sjálfir um ferðir. Félagar á einkabílum eru hvattir til að samnýta bíla.

Heimsókn á Hofsós: Sunnudaginn 30. apríl eftir ráðstefnuna verður boðið upp á ferð til Hofsós þar sem Vesturfarasafnið og víðfræga sundlaugin verða heimsótt auk hádegisverðar, verð 7000 kr (innif. rúta, hádeigismatur, sund og inngangseyri á safn).

The 6th conference of the Ecological Society of Iceland is scheduled 28-29. April 2017 in Hólar University College, Hólar í Hjaltadal (Skagafjörður). 

Hólar – photo: Doriane Combot

The conference is a forum for presenting ecological research in Iceland either orally or by posters. All ecologists are encouraged to submit an abstract. Delegates are invited to host short workshops or discussion groups on ecological matters. Those interested to organize such a group are asked to contact the organizing committee before 17th of March.

Plenary speakers this year conference are Bjarni Kristófer Kristjánsson professor, he will present an overview of ecological research at Hólar University College and Sigurður Guðjónsson director of newly merged institute of marine and freshwater research presents an overview of their ecological research. Dr. Jill Welter from St. Catherine University in Minneapolis is the Society’s foreign invited speaker this year.

REGISTRATION IS NOW OPEN!

Maximum abstract length is 1500 characters, including spaces. Each talk will be 12 minutes long +3 minutes for discussion. Required poster size is A0, portrait. Presentations can be either in English or Icelandic, but slides and posters should preferentially be in English. Observe that it is important that those who submit an abstract also register. For abstract submission and registration go to: 

               Deadline for abstract submission is 17th of March.

               Deadline for registration is 7th of April.

               The final program will be available 24 th of March.

Awards for the best students talks and posters!

Conference fee should be paid at registration or via bank transfer to the Society. The fee is 4900 ISK for VistÍs members, 3900 ISK for students that are VistÍs members but 9900 ISK for non-members.  Included: coffee/tea, light lunch and refreshment at the end of the conference. “Icelandic sweater” grill party (inside or outside pending on the weather), a trip to Verið at Sauðárkrókur, and a local excursion of Hólar. The Icelandic Beer Centre will be open but at own expense.

Conference dinner Saturday 29th April is 4000 ISK for VistÍs members and 5500 ISK for non-members. Vegetarian option available.

Accommodation in Hólar: Single bedroom 8500 ISK/night, double bedroom 13.500 ISK/night (including breakfast). Accommodation is limited and therefore important to book it early. Booking goes through booking@holar.is  with the reference code VistÍs2017.

Travel to Hólar: Participants organize their own travel. To facilitate carpooling a site will be put up.

Post-conference excursion to Hofsós Sunday 7000 ISK. Visit to the Hofsós Icelandic immigration museum and the famous swimming pool. Lunch, entrance fees and trips are included.

Þessi færsla var birt undir Ráðstefnur. Bókamerkja beinan tengil.