7. ráðstefna Vistfræðifélags Íslands 16. Mars 2018 – önnur tilkynning

pexels-photo-831058.jpeg

Sjöunda ráðstefna Vistfræðifélags Íslands verður haldin föstudaginn 16. mars í fyrirlestrasal Hafró, Skúlagötu 4, Reykjavík.  Ráðstefnan er vettvangur til að kynna vistfræðirannsóknir á Íslandi á formi erinda og veggspjalda og eru því allir vistfræðingar hvattir til að senda inn ágrip. Í ár hvetjum við sérstaklega nemendur sem kynntu verkefni sín á Nordic Oikos ráðstefnunni til að senda inn framlag. Ef fleiri óskir um erindi berast en tíminn leyfir verður hluta höfunda boðið að kynna rannsóknir sínar á veggspjöldum.

Gert er ráð fyrir að hvert erindi sé 12 mínútur + 3 mínútur í umræður.

Sniðmát veggspjalda er nokkuð frjálst.

Höfundar veggspjalda munu kynna sig og efni veggspjalds síns með 2 mínútna framsögu.

Höfundar mega flytja erindi sín á íslensku eða ensku en æskilegt er að glærutexti og veggspjöld verði á ensku.

Aðalfundur félagsins verður haldinn sama dag.

Frestur til að senda inn ágrip er til 27. febrúar.

Frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til 12. mars

Athugið að mikilvægt er að þeir sem senda inn ágrip skrái sig einnig til þátttöku. Hvort tveggja fer fram skráningarsíðu ráðstefnunnar.

Ráðstefnugjald er 1000 kr fyrir félagsmenn, 2500 kr fyrir utanfélagsmenn (ath. upplýsingar hvernig megi gerast félagi er að finna hér). Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar þurfa ekki að greiða skráningargjald (nota: „greiðist við innritun“ í skráningu).

Ráðstefnugjald greiðist við skráningu eða við innritun. Innifalið er kaffi/te, hádegisverður og hressing í ráðstefnulok.

 

——– English ——-

The 7th Ecological Society of Iceland  conference, 16th of March 2018 – second announcement

The seventh conference of the Ecological Society of Iceland will be held on 16th of March 2016 at Skúlagata 4, Reykjavík.  The conference is a forum for presenting ecological research in Iceland either orally or by posters. All ecologists are encouraged to submit an abstract.  This year we especially encourage students participating in the Nordic Oikos conference to submit a contribution. If we get more requests for oral presentations than time allows, some authors will be invited to present their research by posters.

Each talk will be 12 minutes long +3 minutes for discussion.

Poster format is free.

Poster authors are to introduce themselves and their topic in a 2 minute „speed talk.“

Presentations can be either in English or Icelandic, but slides and posters should preferentially be in English.

The annual meeting of the Society will be held the same day.

Deadline for abstract submission is 27. February.

Deadline for registration is 12. March.

Observe that it is important that those who submit an abstract also register. For abstract submission and registration go to the conference registration page.

Conference fee is 1000 ISK for members, 2500 ISK for nonmembers (note that you can apply for membership at our website). Staff of the Marine and freshwater research institute have a free entrance (please use the „paying at registration“ option in the online registration process). The fee can be paid online or at the conference. Included: coffee/tea, lunch and refreshments at the end of the conference.

 

Þessi færsla var birt í Ráðstefnur og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.