Stjórn Vistfræðifélags Íslands sendir frá sér ályktun vegna sjókvíaeldis

Ályktun Vistfræðifélags Íslands vegna sjókvíaeldis á laxfiskum:

1) Nauðsynlegt er að uppbygging á umdeildum atvinnuvegi eins og fiskeldi byggi á traustum vísindalegum grunni þar sem að öll umhverfisáhrif eldisins eru lágmörkuð.

2) Það er mikill skortur á grunnrannsóknum á lífríki lands og sjávar á Íslandi. Skortur á upplýsingum gerir það erfitt í mörgum tilfellum að taka upplýstar ákvarðanir um framkvæmdir. Vegna sérstöðu íslensk lífríkis er ekki hægt að yfirfæra rannsóknarniðurstöður frá nágrannaríkjum athugasemda laust.

3) Ákjósanlegast er að rannsóknir séu gerðar með breiðu samráði stofnana og háskóla. Þannig er tryggt að sem flestir komi að málinu og ólík túlkun reifuð.
4) Það er mikilvægt að gerðar séu vandaðar áhættugreiningar, sem taka til margra þátta, þegar komið er á nýjum iðnaði, eða gömlum iðnaði á nýjum stað. Það er nauðsynlegt að ný starfsemi byggi á mjög áræðanlegu verðmætamati á náttúrulegum gæðum s.s. á rannsóknum á líffræðilegri fjölbreytni og á samfélagslegri nálgun, en ekki eingöngu á fjárhagslegum atriðum.

5) Það er nauðsynlegt að gert verði samræmt skipulag fyrir allt landið þar sem að öll nýting náttúruauðlinda sé skipulögð (líkt og gert er í rammaáætlun).

6) Setja þarf svipaðar varúðarreglur, hvort sem við erum að tala um sjókvíaleldi, gönguseiðasleppingar, sprengingar á fossum, kalkþörungavinnslu, þangskurð o.s.fr.. Í raun er ekkert sérstakt við sjókvíaeldið nema að það er fjölmiðlamál.

Stjórn Vistfræðifélags Íslands

  1. Nóvember 2018

 

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.