Vinnufundur um reglugerð um tilraunadýr

Kæra félagsfólk og þáttakendur VistÍs 2019
Fyrir vistfræðiráðstefnu er stefnt að því að hafa vinnufund um tilraunadýr í vistfræðitilraunum.  Nýlega var sett ný reglugerð um tilraunadýr, þar sem að teknar voru upp Evrópureglur um málaflokkinn.
Á fundinum er markmiðið að ræða um reglugerðina og reynslu aðila að því að uppfylla kröfur hennar.  Á fundinn mætir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir, sem er umsjónaraðili þessa málaflokks hjá MAST.
Fundurinn verður milli kl 10 og 12 næstkomandi föstudag á Hólum.
Þau sem hafa áhuga á að mæta, endilega sendið skráningu til Bjarna Kristófers á Hólum – bjakk@holar.is
Kær kveðja
Nefndin
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.