Dagskrá 5. ráðstefnu Vistfræðifélagsins og dagskrá aðalfundar / Conference program and AGM

Phil.white.cubDagskrá 5. ráðstefnu Vistfræðifélags Íslands liggur nú fyrir.

Dagskrá og ágrip

Ráðstefnan verður haldin í fundarsal Verkís að Ofanleiti 2, fimmtudaginn 3.
mars. Við hvetjum ykkur til að skrá þátttöku fyrir 29. febrúar til að
auðvelda skipulag veitinga á: http://gresjan.is/vistis/

Aðalfundur verður haldinn sama dag eins og áður var tilkynnt. Dagskrá
verður samkvæmt lögum félagsins:

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.
2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
3. Lagabreytingar, ef einhverjar eru.
4. Kosning stjórnar og varastjórnar. – Að þessu sinni verður kosið um sæti
formanns, tveggja stjórnarmanna og eins til vara.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara.
6. Ákvörðun árgjalds.
7. Önnur mál.

—————-English—————–
Dear Vistís members,

The conference schedule is now available.

Schedule and abstracts

The annual conference and the annual general meeting will be held on the
3rd of March at Verkís, Ofanleiti 2 in Reykjavík. Please register before the 29th of February at http://gresjan.is/vistis/ to facilitate the organisation of logistics.

 

Birt í Frá Vistfræðifélaginu, Fréttir, Ráðstefnur

Fimmta ráðstefna Vistfræðifélags Íslands 3. Mars 2016 – önnur tilkynning

Fimmta ráðstefna Vistfræðifélags Íslands 3. mars 2016 – önnur tilkynning

Phil.white.cubFimmta ráðstefna Vistfræðifélags Íslands verður haldin fimmtudaginn 3. mars í fundarsal Verkís að Ofanleiti 2, Reykjavík.  Ráðstefnan er vettvangur til að kynna vistfræðirannsóknir á Íslandi á formi erinda og veggspjalda og eru því allir vistfræðingar hvattir til að senda inn ágrip. Í ár hvetjum við sérstaklega þá sem sinna rannsóknum á villtum dýrum sem talin eru valda tjóni og nemendur sem kynntu verkefni sín á Nordic Oikos ráðstefnunni til að senda inn framlag. Ef fleiri óskir um erindi berast en tíminn leyfir verður hluta höfunda boðið að kynna rannsóknir sínar á veggspjöldum.

Gert er ráð fyrir að hvert erindi sé 12 mínútur + 3 mínútur í umræður.

Sniðmát veggspjalda er nokkuð frjálst.

Höfundar mega flytja erindi sín á íslensku eða ensku en æskilegt er að glærutexti og veggspjöld verði á ensku.

Aðalfundur félagsins verður haldinn sama dag.

Frestur til að senda inn ágrip er til 12. febrúar

Frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til 29. febrúar

Athugið að mikilvægt er að þeir sem senda inn ágrip skrái sig einnig til þátttöku. Hvort tveggja fer fram hér: http://gresjan.is/vistis/

Ráðstefnugjald er 2000 kr. og greiðist við skráningu. Innifalið er kaffi/te, léttur hádegisverður og hressing í ráðstefnulok.

Engra ráðstefnugjalda er krafist af félagsmönnum.

 

——– English ——-

The fifth Ecological Society of Iceland  conference, 3rd of March 2016 – second announcement

The fifth conference of the Ecological Society of Iceland will be held on 3rd of March 2016 at Ofanleiti 2, Reykjavík.  The conference is a forum for presenting ecological research in Iceland either orally or by posters. All ecologists are encouraged to submit an abstract.  This year we especially encourage researchers who have been engaged in studies of wild animals that are regarded as pests and students participating in the Nordic Oikos conference to submit a contribution. If we get more requests for oral presentations than time allows, some authors will be invited to present their research by posters.

Each talk will be 12 minutes long +3 minutes for discussion.

Poster format is free.

Presentations can be either in English or Icelandic, but slides and posters should preferentially be in English.

The annual meeting of the Society will be held the same day.

Deadline for submission is 12 February.

Deadline for registration is 29 February.

Observe that it is important that those who submit an abstract also register.

For abstract submission and registration go to: http://gresjan.is/vistis/

Conference fee is 2000 ISK and should be paid at registration. Included: coffee/tea, light lunch and refreshment at the end of the conference.

No registration fee for members of the Society.

 

Birt í Ráðstefnur

VistÍs 2016 – fyrsta tilkynning

Kæru félagar

Vistfræðifélag Íslands vekur athygli á Vistfræðiráðstefnunni 2016, sem haldin verður í Reykjavík fimmtudaginn 3. mars.

Vistfræðingar á öllum sviðum eru hvattir til að kynna rannsóknir sínar en undirbúningsnefnd hvetur þó eftirfarandi aðila sérstaklega til að senda inn framlög:

  •      Nemar sem styrktir verða til farar á Oikos-ráðstefnuna í febrúar.
  •       Þeir sem komið hafa nærri málefnum villtra dýra sem talin eru valda tjóni.

Aðalfundur félagsins verður haldinn sama dag.

Kveðja,

Stjórnin

Birt í Óflokkað

Framlengdur frestur til að sækja um veggspjald og styrk til að fara á Nordic Oikos ráðstefnuna

LogoNordicOikosTurkuEnn er smuga að sækja um að vera með veggspjald á Nodic Oikos ráðstefnunni í byrjun febrúar ef þið hafið gleymt ykkur. Getið send tölvuskeyti með útdrætti á jon.brommer@utu.fi til 16. des. VistÍs framlengir samhliða frest fyrir nemendur sem eru með innlegg til að sækja um styrk.

Styrkumsókn til VistÍs

Birt í Óflokkað

Ferðastyrkir til framhaldsnema til að sækja Norrænu vistfræðiráðstefnuna Nordic Oikos 2016 // Travel support for research students attending Nordic Oikos 2016

LogoNordicOikosTurku

Vistfræðifélag Íslands auglýsir ferðastyrki til framhaldsnema sem eru skráðir félagsmenn og hyggjast kynna rannsóknir sínar á annarri norrænu vistfræðiráðstefnunni, Nordic Oikos 2016 í Turku, Finnlandi 2.-4. febrúar.

Veittir verða átta styrkir að upphæð: 80.000 ISK á hvern nema*

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur

  1. Skráið framlög fyrir ráðstefnuna á skráningarsíðu Nordic Oikos 2016 í síðastalagi 29. nóvember 2015
  2. Nordic Oikos tilkynnir samþykkt framlög í síðasta lagi 11. desember 2015
  3. Nemandi sendir staðfestingu á vistfraedifelag@gmail.com fyrir 13. desember 2015 um að innlegg hafi verið samþykkt ásamt umsóknareyðublaði sem hægt er að nálgast hér.
  4. VistÍs tilkynnir úthlutun á ferðastyrkjum þann 15. desember 2015.

*Skilyrði fyrir styrkveitingu frá félaginu er samþykkt ágrip að erindi eða veggspjaldi á ráðstefnunni.

———————————————————————————————————-

LogoNordicOikosTurkuThe Ecological Society of Iceland announces travel grants for research students who are members of the society planning to present their research at the second Nordic Ecological Conference, Nordic Oikos 2016 in Turku, Finland, 2-4 February.

Eight travel grants, 80.000 ISK per student*

Guidelines for applicants

  1. Register oral or poster presentation at the Nordic Oikos 2016 registration site before 29th November 2015
  2. Nordic Oikos announce the outcome of abstract selection 11th December 2015
  3. Approved contributions should be forwarded by applicants together with this application form to the society before 13th December vistfraedifelag@gmail.com.
  4. 15th December 2015 the society will announce the outcome of travel grants allocation

*The requirements for the society´s travel grant is approved abstract for an oral or poster presentation at the conference

Birt í Fréttir, Ráðstefnur

Norræna vistfræðiráðstefnan Nordic Oikos 2016

Það fer að styttast í að lokað verður fyrir skráningu framlaga á Norrænu vistfræðiráðstefnuna Nordic Oikos 2016.  Annað hvert ár skipuleggur eitt norðurlandanna ráðstefnuna til að fá saman vísindamenn sem vinna að vistfræði og þróunarfræði.

Fyrsta Nordic Oikos var haldin í Stokkhólmi, Svíþjóð 2014 og tóku samtals 15 vistfræðingar frá Íslandi þátt í ráðstefnunni, þar af styrkti félagið átta framhaldsnemendur til að sækja ráðstefnuna. Einn félagi vistfræðifélagsins, prófessor Skúli Skúlasson var þá keynote speaker.

Í ár mun félagið styrkja aftur átta framhaldsnemendur í vistfræðifélaginu til að sækja ráðstefnuna í Turku, Finnlandi (sjá nánar hér).

VistÍs hópurinn á þeirri fyrstu Nordic Oikos ráðstefnunni árið 2014. Félagið veitti þá átta styrki til framhaldsnemenda að sækja ráðstefnuna. The EcoIce group at the first Nordic Oikos conference 2014. The Icelandic Ecological society sponsored eight graduate students to attend the conference. Ljósmynd/photo: Oliver Bechberger.

Next Nordic Oikos conference is just around the corner. Every second year, one of the Nordic countries organizes a conference to bring together researchers working on ecology and evolutionary biology.

The first Nordic Oikos was held in Stockholm, Sweden 2014 and 15 scientists attended from Iceland and the Society sponsored 8 graduate students from Iceland. One of our member, Professor Skúli Skúlasson was a keynote speaker.

This year the society will sponsor again eight graduate students that are members of the society (applications).

Birt í Fréttir, Ráðstefnur

Ályktun stjórnar Vistfræðifélags Íslands um úrskurð yfirítuölunefndar um beit á Almenningum

Ísland á sér langa sögu gróðurs- og jarðvegseyðingar þar sem hafa tvinnast saman náttúrleg eyðingaröfl og eyðing í kjölfar nýtingar mannsins á gróðurauðlindinni. Á síðustu áratugum hefur margt áunnist í baráttunni gegn eyðingaröflunum ekki síst eftir að þekkingu á vistfræðilegum ferlum fleygði fram. Landið er hins vegar enn víða í tötrum og jarðvegseyðing sem rekja má til ofnýtingar lands á sér enn stað.

Nýlegir atburðir benda til að við eigum enn langt í land varðandi þessi tvö atriði og er þar vísað til úrskurðar meirihluta yfirítölunefndar um að leyfa beri beit á afétti Almenninga. Úrskurðurinn byggði ekki á bestu fáanlegu þekkingu fremstu vísindamanna landsins um gróður- og jarðvegseyðingu og endurheimt vistkerfa. Þvert á móti var álit þeirra um að ekki væri tímabært að leyfa beit á svæðinu hunsað. Þetta var mögulegt vegna gallaðrar löggjafar um landnýtingu og eignarhald og því vó álit lögfróðra og hagsmunaaðila þyngra en vísindaleg vistfræðileg þekking.

Stjórn vistfræðifélagsins harmar þessa stöðu og hvetur stjórnvöld og Alþingi til að beita sér sem fyrst fyrir því að skapa það lagaumhverfi sem þarf til að ná langtímamarkmiðum um verndun náttúrunnar, endurheimt vistkerfa og sjálfbæra nýtingu gróðurauðlindarinnar jafnt sem annarra náttúruauðlinda.

Sjá nánar hér.

Birt í Óflokkað