Norræna vistfræðiráðstefnan Nordic Oikos 2016

Það fer að styttast í að lokað verður fyrir skráningu framlaga á Norrænu vistfræðiráðstefnuna Nordic Oikos 2016.  Annað hvert ár skipuleggur eitt norðurlandanna ráðstefnuna til að fá saman vísindamenn sem vinna að vistfræði og þróunarfræði.

Fyrsta Nordic Oikos var haldin í Stokkhólmi, Svíþjóð 2014 og tóku samtals 15 vistfræðingar frá Íslandi þátt í ráðstefnunni, þar af styrkti félagið átta framhaldsnemendur til að sækja ráðstefnuna. Einn félagi vistfræðifélagsins, prófessor Skúli Skúlasson var þá keynote speaker.

Í ár mun félagið styrkja aftur átta framhaldsnemendur í vistfræðifélaginu til að sækja ráðstefnuna í Turku, Finnlandi (sjá nánar hér).

VistÍs hópurinn á þeirri fyrstu Nordic Oikos ráðstefnunni árið 2014. Félagið veitti þá átta styrki til framhaldsnemenda að sækja ráðstefnuna. The EcoIce group at the first Nordic Oikos conference 2014. The Icelandic Ecological society sponsored eight graduate students to attend the conference. Ljósmynd/photo: Oliver Bechberger.

Next Nordic Oikos conference is just around the corner. Every second year, one of the Nordic countries organizes a conference to bring together researchers working on ecology and evolutionary biology.

The first Nordic Oikos was held in Stockholm, Sweden 2014 and 15 scientists attended from Iceland and the Society sponsored 8 graduate students from Iceland. One of our member, Professor Skúli Skúlasson was a keynote speaker.

This year the society will sponsor again eight graduate students that are members of the society (applications).

Birt í Fréttir, Ráðstefnur

Ályktun stjórnar Vistfræðifélags Íslands um úrskurð yfirítuölunefndar um beit á Almenningum

Ísland á sér langa sögu gróðurs- og jarðvegseyðingar þar sem hafa tvinnast saman náttúrleg eyðingaröfl og eyðing í kjölfar nýtingar mannsins á gróðurauðlindinni. Á síðustu áratugum hefur margt áunnist í baráttunni gegn eyðingaröflunum ekki síst eftir að þekkingu á vistfræðilegum ferlum fleygði fram. Landið er hins vegar enn víða í tötrum og jarðvegseyðing sem rekja má til ofnýtingar lands á sér enn stað.

Nýlegir atburðir benda til að við eigum enn langt í land varðandi þessi tvö atriði og er þar vísað til úrskurðar meirihluta yfirítölunefndar um að leyfa beri beit á afétti Almenninga. Úrskurðurinn byggði ekki á bestu fáanlegu þekkingu fremstu vísindamanna landsins um gróður- og jarðvegseyðingu og endurheimt vistkerfa. Þvert á móti var álit þeirra um að ekki væri tímabært að leyfa beit á svæðinu hunsað. Þetta var mögulegt vegna gallaðrar löggjafar um landnýtingu og eignarhald og því vó álit lögfróðra og hagsmunaaðila þyngra en vísindaleg vistfræðileg þekking.

Stjórn vistfræðifélagsins harmar þessa stöðu og hvetur stjórnvöld og Alþingi til að beita sér sem fyrst fyrir því að skapa það lagaumhverfi sem þarf til að ná langtímamarkmiðum um verndun náttúrunnar, endurheimt vistkerfa og sjálfbæra nýtingu gróðurauðlindarinnar jafnt sem annarra náttúruauðlinda.

Sjá nánar hér.

Birt í Óflokkað

Fræðsluferð félagsins í Gunnarsholt hefur verið frestað til haustsins

Okkur þykir leitt að tilkynna að við þurfum að fresta fræðsluferð félagsins í Gunnarsholt til haustsins vegna lélegra þáttöku. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

The evening tour to Gunnarsholt has been postponed to autumn. New dates will be advertised later this summer.

Birt í Óflokkað

Fræðsluferð í Gunnarsholt fimmtudagskvöldið 25.júní 2015

Fimmtudaginn 25.júní stendur Vistfræðifélag Íslands fyrir kvöldferð til Gunnarsholts í vistfræðispjall við sérfræðinga Landgræðslu ríkisins og rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi. Leiðsögumenn kvöldferðarinnar verða þeir:mel2 (3)

Jóhann Þórsson, vistfræðingur – Landgræðsla ríkisins

Tómas Grétar Gunnarsson, fuglavistfræðingur – forstöðumaður Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi

Spjallið hefst í Sagnagarði,  fræðslu og kynningarrými Landgræðslu ríkisins. Þar munum við kynnast rannsóknum og starfseminni stofnanna betur. Þaðan verður svo haldið út í mörkina þar sem fuglalíf og eldri sem yngri uppgræðslur verða skoðaðar.

Brottför frá Olís við Rauðavatn kl.17:00

Áætluð koma í Gunnarsholt kl.18:30

Brottför frá Gunnarsholti kl.20:30

Áætluð koma til Reykjavíkur kl. 22:00

Við mælum því með að þátttakendur hafi með í för: kíkirinn, góða gönguskó, hlý föt og jafnvel nesti þar sem ferðin mun ná fram yfir kvöldmatartímann.

Lagt verður að stað frá Reykjavík, við Olís Rauðavatn kl. 17, þar verður sameinast í bíla. Þátttakendur eru hvattir til þess að deila á milli sín bensínkostnaðinum. Áætlaður komutími aftur til Reykjavíkur er kl.22.

Vinsamlegast skráið ykkur með tölvupósti á vistfraedifelag@gmail.com fyrir hádeigi á fimmtudaginn 25. júní.

Allir velkomnir!

—————————————————————————————————-

Next Thursday 25th of June the Icelandic Ecological Society are planning an evening tour to Gunnarsholt for ecology chat with the experts from the Soil Conservation Service of Iceland and the University of Iceland´s Research Centre in South Iceland. Our guides of the evening tour will be:

Jóhann Þórofabard (2)rsson, ecologist – the Soil Conservation Service of Iceland

Tómas Grétar Gunnarsson, ornithologist and ecologist – Director of the University of Iceland´s Research Centre in South Iceland

The tour begins inside the visitor center Sagnagarður at Gunnarsholt and will end with a visit to the reclamation sites around Gunnarsholt where the birds and wildlife will be further explored. It´s recommended that you bring binoculars, good hiking boots, warm cloths and some snacks if you get hungry.

We will carpool from Reykjavík, Olís by Rauðavatn, leaving from there 17:00. Estimated time of arrival back in Reykjavik is kl.22:00

Please sign up by vistfraedifelag@gmail.com before 12 o´clock Thursday 25th June.

Everybody is welcome!

The visitor Center: http://sagnagardur.land.is/

The Soil conservation Service of Iceland: http://land.is/

University of Iceland´s Research Centre in South Iceland: http://rannsoknasetur.hi.is/sudurland/sudurland

Birt í Óflokkað

Heillaóskir til Snorra Baldurssonar

StVetrarblómjórn Vistfræðifélags Íslands vill óska þér hjartanlega til hamingju með að vera kjörinn í embætti formanns Landverndar 9. maí sl.

Landvernd hefur unnið gríðarmikið og gott starf í baráttunni fyrir verndun íslenskrar náttúru og við að auka fræðslu almennings um íslenska náttúru og íslensk vistkerfi. Stjórn Vistfræðifélagsins veit að því starfi er vel borgið í þínum höndum ásamt annarra starfsmanna samtakanna.
Áherslur Landverndar og Vistfræðifélagsins fara saman þegar kemur að
fræðslu og kynningu á náttúru og vistfræði. Stjórn félagsins vill nota
þetta tækifæri til að lýsa áhuga sínum á samstarfi á þessum sviðum eftir
því sem möguleikar eru á.

F.h. stjórnar Vistfræðifélags Íslands,

Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Gísli Már Gíslason, Tómas Grétar Gunnarsson, Jóhann Þórsson, Erpur Snær Hansen, Borgný Katrínardóttir og Ágústa Helgadóttir.

Birt í Frá Vistfræðifélaginu, Fréttir

Dagskrá VistÍs 2015 // Program EcoIce 2015

DSC_5710 (2)Dagskrá og ágrip erinda og veggspjalda er að finna hér á skráningarsíðu félagsins:

http://lif.gresjan.is/vistis/

Skráning á ráðstefnu verður opin fram á sunnudag 22. mars

———————————————————————————————————-

The program and abstracts of posters and talks are now available on the registration site:

http://lif.gresjan.is/vistis/

Registration will be open until Sunday 22th of March

Birt í Óflokkað

Skráning á vorráðstefnuna hefur verið opnuð // Registration is now open

VistÍs 2015 – Önnur tilkynning / scroll down for English

Ljósmynd: Tómas Grétar Gunnarsson

Ljósmynd: Tómas Grétar Gunnarsson

Fjórða ráðstefna Vistfræðifélags Íslands verður haldin á Hótel Stykkishólmi þann 23.-24. mars næstkomandi.

Ráðstefnan er vettvangur til að kynna íslenskar rannsóknir á sviði vistfræði og ræða önnur tengd málefni. Ráðstefnan mun fara fram á ensku í ár, þar sem bæði verða flutt erindi og verkefni kynnt á veggspjöldum.

Lengri upphafserindi verða haldin af vistfræðingum frá Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, sem bæði eru í Stykkishólmi.

Boðið er upp á að halda stutta vinnu- eða umræðufundi um afmörkuð vistfræðileg efni. Þeim sem hafa áhuga á að standa fyrir slíkum fundum er bent á að gefa sig fram við undirbúningsnefnd fyrir 1. mars.

Skráningarfrestur erinda, veggspjalda og vinnustofa er til 13. mars en frestur til skráningar á ráðstefnuna sjálfa er til 22. mars.  Tekið er við ágripum á slóðinni http://lif.gresjan.is/vistis/. Skráning þátttakenda fer fram á sama stað.

Verð*:

Ráðstefnugjald: 7000 kr.

Félagsmenn: 4700 kr

Félagsmenn sem eru stúdentar: 3500 kr.

*innifalið í ráðstefnugjaldi er hádegisverður báða dagana og kaffiveitingar.

Ágrip skulu vera á ensku og að hámarki 1500 slög með orðabilum.  Lengd erinda skal vera 15 mínútur með umræðum. Veggspjaldastærð skal miðast við stærðina A0, portrettsnið.

Gisting á Hótel Stykkishólmi:

Félagið fékk tilboð í gistingu á Hótel Stykkishólmi (morgunmatur innifalinn), eins manns hótelherbergi á 11.000 kr. og tveggja manna herbergi á 14.000 kr.

Bókun hótelherbergja: hotelstykkisholmur@hringhotels.is og merkið viðfangsefnið „VistÍs 2015“.

Kvöldverður:

Mánudagskvöldið 23. mars verður haldinn sameiginlegur kvöldverður á hótelinu. Máltíðin kostar 7.200kr.
Félagsmenn fá afslátt og greiða 4300kr

Undirbúningsnefnd/Organising committee:

Tómas Grétar Gunnarsson (formaður/chairman) Háskóla Íslands (tomas@hi.is).

Ana Judith Russi Colmenares, Háskóla Íslands (arj2@hi.is)

Ágústa Helgadóttir, Háskóla Íslands (agh3@hi.is)

Borgný Katrínardóttir, Náttúrufræðistofnun Íslands (borgny@ni.is)

Bryndís Marteinsdóttir, Háskóla Íslands (bryndism@hi.is)

Isabel Barrio, Háskóla Íslands (icbarrio@gmail.com)

Jóhann Þórsson, Landgræðslu ríkisins (jthorsson@thufa.net)

Niall McGinty, Háskóla Íslands (mcginty@gmail.com)

Róbert Arnar Stefánsson, Náttúrustofu Vesturlands (robert@nsv.is)

Drög að dagskrá/Draft meeting schedule:

Day 1  – 23 March  

10:30-11:20  Registration and coffee

11:20-11:30   Conference opening

11:30-11:55    Introductory  lecture

11:55 -12:40  First session

12:40-13:30  Lunch

13:30-14:45  Second session

14:45-15:20   Poster session (and coffee)

15:20-16:35   Third session

16:35-16:45   Short break

16:45 Annual General Meeting

18:00 Conference Dinner

Day 2 – 24 March   

08:00-09:00 Breakfast

09:00-09:25 Introductory lecture

09:25-10:40 Discussion groups/Mini workshops

10:40-11:00  Coffee and posters

11:00-12:15   Fourth session

12:15-13:10   Lunch

13:10-14:25   Fifth session

14:30  Closing


EcoIce 2015 – second announcement

The annual conference of the Ecological Society of Iceland will be held on March 23-24th at Hótel Stykkishólmur in Stykkishólmur, W-Iceland.  The conference will be held in English. Both oral and poster presentations are welcome.

Longer introductory lectures will be given by ecologists from West Iceland Centre of Nature Research and University of Iceland‘s Research Centre which are both situated in Stykkishólmur.

Delegates are invited to host short workshops or discussion groups on ecological matters. Those interested to organise such a group are asked to contact the organising committee before 1st of March.

Deadline for abstract submission and registration is March 13th and March 22th respectively, see further details on http://lif.gresjan.is/vistis/.

 *Price:

Registration fee is 7000 kr.

Members: 4700 kr.

Members and students: 3500 kr.

* included lunch both days and coffee

The abstracts should be in English, maximum length is 1500 characters, including spaces.  Oral presentations are limited to 15 min, including questions.  Required poster size is A0, portrait.

Hotel Stykkishólmur:

Participants get discount price at Hotel Stykkishólmur 11.000 kr. for a single room, 14.000 kr. for a double room. Breakfast is included.

To book a room, contact Hótel Stykkishólmur by mail: hotelstykkisholmur@hringhotels.is with the subject „VistÍs 2015“.

Conference dinner:

On the 23rd of March, Monday evening, a dinner will be held at the hotel. The price is 4,300 ISK for members and 7,200 ISK for non-members.

Birt í Frá Vistfræðifélaginu, Fréttir, Ráðstefnur