Vistfræðifélag Íslands vekur athygli á sjöttu ráðstefnu félagsins sem verður haldin á Hólum í Hjaltadal dagana 28-29.apríl 2017

Tíminn líður!  Fyrir tæpum tveimur árum héldum við tveggja daga ráðstefnu í Stykkishólmi.  Það var mikilvægt skref í að efla félagið og styrkja tengslin. Í framhaldi af þessari vel heppnuðu ráðstefnu var því ákveðið að framvegis yrði ráðstefna félagsins haldin úti á landi annað hvert ár.

Nú er komið að VistÍs2017, tveggja daga ráðstefnu á Hólum í Hjaltadal! Gert er ráð fyrir að hún hefjist með hádegissnarli fyrri daginn og að henni ljúki síðdegis daginn eftir með veglegri vistfræðiveislu. Verði verður mjög stillt í hóf því félagið mun niðurgreiða þátttöku félagsmanna.

Auk hefðbundinna kynninga í fyrirlestrum og á veggspjöldum kemur til greina að hafa vinnustofur (workshops) um afmörkuð efni. Þeir sem hafa áhuga á að leiða slíkar vinnustofur og/eða vinna að undirbúningi ráðstefnunnar eru beðnir um að gefa sig fram við stjórn (vistfraedifelag@gmail.com).

Undirbúningur er þegar hafinn með heimamönnum og mun nánari tilhögun auglýst síðar en takið dagana frá!

———————————————————————————————————

Ecological Society of Iceland announces it’s sixth conference in Hólar Hjaltadal 28th -29th April 2017.

Time flies! Our incredible successful Stykkishólmur 2015 conference was only just over a year ago. It was an important step in the development of our society and professional relationships where both developed and strengthened. It has therefore been decided that our annual conferences will be organized outside Reykjavík every other year.

Mynd: Agnes-Katharina Kreiling

Now it is time for EcoIce 2017 in Hólar í Hjaltadal! The conference program will begin with a snack lunch on Friday and will conclude on Saturday night with an feastful ecological dinner and social evening. The costs will be kept to a minimum as the Society will subsidize member participation.

In addition to traditional oral and poster presentations, there will be opportunities to organize short workshops on specific themes. If you are interested in leading such a workshop and/or participate in organizing the conference, please contact the board (vistfraedifelag@gmail.com).

Detailed arrangements will be announced later but save the dates!

Birt í Ráðstefnur | Merkt

Dagskrá 5. ráðstefnu Vistfræðifélagsins og dagskrá aðalfundar / Conference program and AGM

Phil.white.cubDagskrá 5. ráðstefnu Vistfræðifélags Íslands liggur nú fyrir.

Dagskrá og ágrip

Ráðstefnan verður haldin í fundarsal Verkís að Ofanleiti 2, fimmtudaginn 3.
mars. Við hvetjum ykkur til að skrá þátttöku fyrir 29. febrúar til að
auðvelda skipulag veitinga á: http://gresjan.is/vistis/

Aðalfundur verður haldinn sama dag eins og áður var tilkynnt. Dagskrá
verður samkvæmt lögum félagsins:

1. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum félagsins.
2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
3. Lagabreytingar, ef einhverjar eru.
4. Kosning stjórnar og varastjórnar. – Að þessu sinni verður kosið um sæti
formanns, tveggja stjórnarmanna og eins til vara.
5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara.
6. Ákvörðun árgjalds.
7. Önnur mál.

—————-English—————–
Dear Vistís members,

The conference schedule is now available.

Schedule and abstracts

The annual conference and the annual general meeting will be held on the
3rd of March at Verkís, Ofanleiti 2 in Reykjavík. Please register before the 29th of February at http://gresjan.is/vistis/ to facilitate the organisation of logistics.

 

Birt í Frá Vistfræðifélaginu, Fréttir, Ráðstefnur

Fimmta ráðstefna Vistfræðifélags Íslands 3. Mars 2016 – önnur tilkynning

Fimmta ráðstefna Vistfræðifélags Íslands 3. mars 2016 – önnur tilkynning

Phil.white.cubFimmta ráðstefna Vistfræðifélags Íslands verður haldin fimmtudaginn 3. mars í fundarsal Verkís að Ofanleiti 2, Reykjavík.  Ráðstefnan er vettvangur til að kynna vistfræðirannsóknir á Íslandi á formi erinda og veggspjalda og eru því allir vistfræðingar hvattir til að senda inn ágrip. Í ár hvetjum við sérstaklega þá sem sinna rannsóknum á villtum dýrum sem talin eru valda tjóni og nemendur sem kynntu verkefni sín á Nordic Oikos ráðstefnunni til að senda inn framlag. Ef fleiri óskir um erindi berast en tíminn leyfir verður hluta höfunda boðið að kynna rannsóknir sínar á veggspjöldum.

Gert er ráð fyrir að hvert erindi sé 12 mínútur + 3 mínútur í umræður.

Sniðmát veggspjalda er nokkuð frjálst.

Höfundar mega flytja erindi sín á íslensku eða ensku en æskilegt er að glærutexti og veggspjöld verði á ensku.

Aðalfundur félagsins verður haldinn sama dag.

Frestur til að senda inn ágrip er til 12. febrúar

Frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til 29. febrúar

Athugið að mikilvægt er að þeir sem senda inn ágrip skrái sig einnig til þátttöku. Hvort tveggja fer fram hér: http://gresjan.is/vistis/

Ráðstefnugjald er 2000 kr. og greiðist við skráningu. Innifalið er kaffi/te, léttur hádegisverður og hressing í ráðstefnulok.

Engra ráðstefnugjalda er krafist af félagsmönnum.

 

——– English ——-

The fifth Ecological Society of Iceland  conference, 3rd of March 2016 – second announcement

The fifth conference of the Ecological Society of Iceland will be held on 3rd of March 2016 at Ofanleiti 2, Reykjavík.  The conference is a forum for presenting ecological research in Iceland either orally or by posters. All ecologists are encouraged to submit an abstract.  This year we especially encourage researchers who have been engaged in studies of wild animals that are regarded as pests and students participating in the Nordic Oikos conference to submit a contribution. If we get more requests for oral presentations than time allows, some authors will be invited to present their research by posters.

Each talk will be 12 minutes long +3 minutes for discussion.

Poster format is free.

Presentations can be either in English or Icelandic, but slides and posters should preferentially be in English.

The annual meeting of the Society will be held the same day.

Deadline for submission is 12 February.

Deadline for registration is 29 February.

Observe that it is important that those who submit an abstract also register.

For abstract submission and registration go to: http://gresjan.is/vistis/

Conference fee is 2000 ISK and should be paid at registration. Included: coffee/tea, light lunch and refreshment at the end of the conference.

No registration fee for members of the Society.

 

Birt í Ráðstefnur

VistÍs 2016 – fyrsta tilkynning

Kæru félagar

Vistfræðifélag Íslands vekur athygli á Vistfræðiráðstefnunni 2016, sem haldin verður í Reykjavík fimmtudaginn 3. mars.

Vistfræðingar á öllum sviðum eru hvattir til að kynna rannsóknir sínar en undirbúningsnefnd hvetur þó eftirfarandi aðila sérstaklega til að senda inn framlög:

  •      Nemar sem styrktir verða til farar á Oikos-ráðstefnuna í febrúar.
  •       Þeir sem komið hafa nærri málefnum villtra dýra sem talin eru valda tjóni.

Aðalfundur félagsins verður haldinn sama dag.

Kveðja,

Stjórnin

Birt í Óflokkað

Framlengdur frestur til að sækja um veggspjald og styrk til að fara á Nordic Oikos ráðstefnuna

LogoNordicOikosTurkuEnn er smuga að sækja um að vera með veggspjald á Nodic Oikos ráðstefnunni í byrjun febrúar ef þið hafið gleymt ykkur. Getið send tölvuskeyti með útdrætti á jon.brommer@utu.fi til 16. des. VistÍs framlengir samhliða frest fyrir nemendur sem eru með innlegg til að sækja um styrk.

Styrkumsókn til VistÍs

Birt í Óflokkað