Námskeiðið miðast við að þátttakendur geti notað forritið sjálfstætt að því loknu. Forkröfur eru engar, námskeiðið er haldið á ensku og þurfa þátttakendur að koma með eigin fartölvu með MARK uppsettu.
Staðsetning: Náttúrufræðistofnun Íslands, Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabær
Tími: 14-18. ágúst 2017
Leiðbeinandi: Evan Cooch, Cornell University
Hámark: 20 þátttakendur
Kostnaður: 36.500 kr
Umsóknarfrestur: til 20. maí, umsóknir sendist á netfangið erpur@nattsud.is
Greiðslufrestur: til 31. maí og verða greiðsluupplýsingar auglýstar síðar
Ekki verður endurgreitt eftir 31. maí nema að námskeiðið falli niður af óviðráðanlegum orsökum og þá að frádregnum áföllnum kostnaði. ATH: Hádegismatur og kaffi eru ekki innifalin í námskeiðsgjöldunum. Verið er að athuga hvort mögulegt verði að borða á NÍ og er IKEA til vara. Keypt verður meðlæti með kaffinu og setjum við seinna saman einhvern pakka hvað það varðar.
Tekið skal fram að námskeiðið er ekki haldið í ágóðaskyni og þarf 12 þátttakendur svo námskeiðið standi undir sér. Kostnaður felur í sér flug, gistingu leiðbeinanda auk 1000$ þakklætisgreiðslu. Ef afgangur verður mun hann renna til leiðbeinanda og til niðurgreiðslu kaffikostnaðar. Náttúrufræðistofnun hefur góðfúslega lánað húsnæðið endurgjaldslaust fyrir námskeiðið og hlýtur ómældar þakkir fyrir!
Virðingarfyllst,
Erpur S. Hansen & Evan Cooch