Stjórn Vistfræðifélags Íslands sendir frá sér ályktun vegna sjókvíaeldis

Ályktun Vistfræðifélags Íslands vegna sjókvíaeldis á laxfiskum:

1) Nauðsynlegt er að uppbygging á umdeildum atvinnuvegi eins og fiskeldi byggi á traustum vísindalegum grunni þar sem að öll umhverfisáhrif eldisins eru lágmörkuð.

2) Það er mikill skortur á grunnrannsóknum á lífríki lands og sjávar á Íslandi. Skortur á upplýsingum gerir það erfitt í mörgum tilfellum að taka upplýstar ákvarðanir um framkvæmdir. Vegna sérstöðu íslensk lífríkis er ekki hægt að yfirfæra rannsóknarniðurstöður frá nágrannaríkjum athugasemda laust.

3) Ákjósanlegast er að rannsóknir séu gerðar með breiðu samráði stofnana og háskóla. Þannig er tryggt að sem flestir komi að málinu og ólík túlkun reifuð.
4) Það er mikilvægt að gerðar séu vandaðar áhættugreiningar, sem taka til margra þátta, þegar komið er á nýjum iðnaði, eða gömlum iðnaði á nýjum stað. Það er nauðsynlegt að ný starfsemi byggi á mjög áræðanlegu verðmætamati á náttúrulegum gæðum s.s. á rannsóknum á líffræðilegri fjölbreytni og á samfélagslegri nálgun, en ekki eingöngu á fjárhagslegum atriðum.

5) Það er nauðsynlegt að gert verði samræmt skipulag fyrir allt landið þar sem að öll nýting náttúruauðlinda sé skipulögð (líkt og gert er í rammaáætlun).

6) Setja þarf svipaðar varúðarreglur, hvort sem við erum að tala um sjókvíaleldi, gönguseiðasleppingar, sprengingar á fossum, kalkþörungavinnslu, þangskurð o.s.fr.. Í raun er ekkert sérstakt við sjókvíaeldið nema að það er fjölmiðlamál.

Stjórn Vistfræðifélags Íslands

  1. Nóvember 2018

 

Birt í Óflokkað

VistÍs 2019 verður haldin á Hólum í Hjaltadal dagana 29-30.mars – takið dagana frá

Síðan Vistfræðifélag Íslands var stofnað árið 2009 hefur það verið fastur liður hjá félaginu að halda árlega ráðstefnu, til skiptis á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Hólakonur og -menn tóku svo vel á móti okkur vorið 2017 að ákveðið var að endurtaka leikinn og verður næsta ráðstefna haldin þar dagana 29.-30. mars 2019. Takið daginn frá og fylgist með nánari upplýsingum sem verða kynntar á heimasíðu félagsins fljótlega.

———————————————————————————————————————————–

Since foundation of the Ecological Society of Iceland in 2009, annual conferences have been hosted alternately in or outside Reykjavík. The Hólar-folk greeted us so fantastically in spring 2017 that a decision came to head there again for the next meeting. Hence, we happily announce that the next annual conference of our Society will be held in Hólar í Hjaltadal on the 29th to 30th of March 2019. Please save the dates. Further information will be posted soon.

holar2017

 

 

 

Birt í Óflokkað

7. ráðstefna Vistfræðifélags Íslands 16. Mars 2018 – önnur tilkynning

pexels-photo-831058.jpeg

Sjöunda ráðstefna Vistfræðifélags Íslands verður haldin föstudaginn 16. mars í fyrirlestrasal Hafró, Skúlagötu 4, Reykjavík.  Ráðstefnan er vettvangur til að kynna vistfræðirannsóknir á Íslandi á formi erinda og veggspjalda og eru því allir vistfræðingar hvattir til að senda inn ágrip. Í ár hvetjum við sérstaklega nemendur sem kynntu verkefni sín á Nordic Oikos ráðstefnunni til að senda inn framlag. Ef fleiri óskir um erindi berast en tíminn leyfir verður hluta höfunda boðið að kynna rannsóknir sínar á veggspjöldum.

Gert er ráð fyrir að hvert erindi sé 12 mínútur + 3 mínútur í umræður.

Sniðmát veggspjalda er nokkuð frjálst.

Höfundar veggspjalda munu kynna sig og efni veggspjalds síns með 2 mínútna framsögu.

Höfundar mega flytja erindi sín á íslensku eða ensku en æskilegt er að glærutexti og veggspjöld verði á ensku.

Aðalfundur félagsins verður haldinn sama dag.

Frestur til að senda inn ágrip er til 27. febrúar.

Frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til 12. mars

Athugið að mikilvægt er að þeir sem senda inn ágrip skrái sig einnig til þátttöku. Hvort tveggja fer fram skráningarsíðu ráðstefnunnar.

Ráðstefnugjald er 1000 kr fyrir félagsmenn, 2500 kr fyrir utanfélagsmenn (ath. upplýsingar hvernig megi gerast félagi er að finna hér). Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar þurfa ekki að greiða skráningargjald (nota: „greiðist við innritun“ í skráningu).

Ráðstefnugjald greiðist við skráningu eða við innritun. Innifalið er kaffi/te, hádegisverður og hressing í ráðstefnulok.

 

——– English ——-

The 7th Ecological Society of Iceland  conference, 16th of March 2018 – second announcement

The seventh conference of the Ecological Society of Iceland will be held on 16th of March 2016 at Skúlagata 4, Reykjavík.  The conference is a forum for presenting ecological research in Iceland either orally or by posters. All ecologists are encouraged to submit an abstract.  This year we especially encourage students participating in the Nordic Oikos conference to submit a contribution. If we get more requests for oral presentations than time allows, some authors will be invited to present their research by posters.

Each talk will be 12 minutes long +3 minutes for discussion.

Poster format is free.

Poster authors are to introduce themselves and their topic in a 2 minute „speed talk.“

Presentations can be either in English or Icelandic, but slides and posters should preferentially be in English.

The annual meeting of the Society will be held the same day.

Deadline for abstract submission is 27. February.

Deadline for registration is 12. March.

Observe that it is important that those who submit an abstract also register. For abstract submission and registration go to the conference registration page.

Conference fee is 1000 ISK for members, 2500 ISK for nonmembers (note that you can apply for membership at our website). Staff of the Marine and freshwater research institute have a free entrance (please use the „paying at registration“ option in the online registration process). The fee can be paid online or at the conference. Included: coffee/tea, lunch and refreshments at the end of the conference.

 

Birt í Ráðstefnur | Merkt

VistÍs 2018 verður haldin 16.mars – takið daginn frá

animal-blue-pattern-danger-41180.jpeg
Ráðstefna vistfræðifélagsins 2018 verður haldin 16. mars næstkomandi á Hafrannsóknastofnun, Skúlagötu 4, Reykjavík. Áætlað er að ráðstefnan verði frá 9-17. Takið endilega daginn frá en nánari upplýsingar verða kynntar fljótlega.
_________________________________________________________________
The annual conference of the Icelandic Ecological Society will be held at the Marine Research Institute in Reykjavík on the 16th of March from ca. 9-17. Please reserve the day. Further information will be posted soon.
_________________________________________________________________
Birt í Frá Vistfræðifélaginu, Ráðstefnur | Merkt

Ferðastyrkir til framhaldsnema til að sækja Norrænu vistfræðiráðstefnuna Oikos 2018, 20-22. febrúar – Travel support for research students attending Nordic Oikos 2018, 20-22 February

NordicOikos2018

Vistfræðifélag Íslands auglýsir ferðastyrki til framhaldsnema sem eru skráðir félagsmenn og hyggjast kynna rannsóknir sínar á þriðju norrænu vistfræðiráðstefnunni, Nordic Oikos 2018 í Þrándheimi, Noregi.

Styrkupphæð mun miðast við að hægt verði að greiða skráningargjöld, ódýran farseðil og gistingu með styrknum.

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur

  1. Skráið framlög fyrir ráðstefnuna á skráningarsíðu Nordic Oikos 2018 í síðastalagi 10. nóvember 2017.
  2. Sendið staðfestingu á skráðu framlagi, skriflegt samþykki leiðbeinanda ásamt útfylltu umsóknareyðublaði fyrir ferðastyrknum á vistfraedifelag@gmail.com merkta ,,Styrkumsókn_nafnumsækjenda“ fyrir 13. nóvember 2017. Umsóknareyðublaðið er hægt að nálgast hér.

Ráðstefnusíða Nordic Oikos 2018

——————————————————————————————————————————-

The Ecological Society of Iceland announces travel grants for research students who are members of the society planning to present their research at the third Nordic Ecological Conference, Nordic Oikos 2018.

 Travel grant sum should cover the registration fee, cheap flight ticket and accommodation

Guidelines for applicants

  1. Register oral or poster presentation at the Nordic Oikos 2018 registration site before 10th November 2017.
  2. Confirmation of registered contibution, a documented approval of the abstract by your supervisor should be forwarded by applicants together with this application form to the society vistfraedifelag@gmail.com with the subject ,,styrkumsókn_name of applicant“ before 13th November 2017.

 

 The Nordic Oikos 2018 conference website

NordicOikos2018

Birt í Óflokkað

MARK námskeið 14-18. ágúst 2017 á Náttúrufræðistofnun

Fimm daga námskeið í MARK forritinu (sjá námskeiðslýsingu hér) verður haldið 14-18. ágúst á Náttúrufræðistofnun. MARK hugbúnaðurinn er ókeypis og er  „the state of art“ fyrir útreikninga á líftölum og öðrum lýðfræðilegum breytum og felur í sér úrvinnslu á merkja-sleppa-endurveiði gögnum.

Námskeiðið miðast við að þátttakendur geti notað forritið sjálfstætt að því loknu. Forkröfur eru engar, námskeiðið er haldið á ensku og þurfa þátttakendur að koma með eigin fartölvu með MARK uppsettu.

Staðsetning: Náttúrufræðistofnun Íslands, Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabær

Tími: 14-18. ágúst 2017

Leiðbeinandi: Evan Cooch, Cornell University

Hámark: 20 þátttakendur

Kostnaður: 36.500 kr

Umsóknarfrestur:  til 20. maí, umsóknir sendist á netfangið erpur@nattsud.is

Greiðslufrestur: til 31. maí og verða greiðsluupplýsingar auglýstar síðar

Ekki verður endurgreitt eftir 31. maí nema að námskeiðið falli niður af óviðráðanlegum orsökum og þá að frádregnum áföllnum kostnaði. ATH: Hádegismatur og kaffi eru ekki innifalin í námskeiðsgjöldunum. Verið er að athuga hvort mögulegt verði að borða á NÍ og er IKEA til vara. Keypt verður meðlæti með kaffinu og setjum við seinna saman einhvern pakka hvað það varðar.

Tekið skal fram að námskeiðið er ekki haldið í ágóðaskyni og þarf 12 þátttakendur svo námskeiðið standi undir sér. Kostnaður felur í sér flug, gistingu leiðbeinanda auk 1000$ þakklætisgreiðslu. Ef afgangur verður mun hann renna til leiðbeinanda og til niðurgreiðslu kaffikostnaðar. Náttúrufræðistofnun hefur góðfúslega lánað húsnæðið endurgjaldslaust fyrir námskeiðið og hlýtur ómældar þakkir fyrir!

Virðingarfyllst,

Erpur S. Hansen & Evan Cooch

Birt í Fréttir, námskeið | Merkt , ,

Frestur til að skrá framlög á VistÍs 2017 hefur verið framlengdur til 22.mars.

Frestur til að skrá framlög á VistÍs 2017 hefur verið framlengdur til 22.mars. Ráðstefnudagskrá verður kynnt 29.mars á heimasíðu félagsins.

Hægt er að skrá framlög á ráðstefnua hér

Birt í Óflokkað, Ráðstefnur | Merkt