Vistfræðifélag Íslands vekur athygli á sjöttu ráðstefnu félagsins sem verður haldin á Hólum í Hjaltadal dagana 28-29.apríl 2017

Tíminn líður!  Fyrir tæpum tveimur árum héldum við tveggja daga ráðstefnu í Stykkishólmi.  Það var mikilvægt skref í að efla félagið og styrkja tengslin. Í framhaldi af þessari vel heppnuðu ráðstefnu var því ákveðið að framvegis yrði ráðstefna félagsins haldin úti á landi annað hvert ár.

Nú er komið að VistÍs2017, tveggja daga ráðstefnu á Hólum í Hjaltadal! Gert er ráð fyrir að hún hefjist með hádegissnarli fyrri daginn og að henni ljúki síðdegis daginn eftir með veglegri vistfræðiveislu. Verði verður mjög stillt í hóf því félagið mun niðurgreiða þátttöku félagsmanna.

Auk hefðbundinna kynninga í fyrirlestrum og á veggspjöldum kemur til greina að hafa vinnustofur (workshops) um afmörkuð efni. Þeir sem hafa áhuga á að leiða slíkar vinnustofur og/eða vinna að undirbúningi ráðstefnunnar eru beðnir um að gefa sig fram við stjórn (vistfraedifelag@gmail.com).

Undirbúningur er þegar hafinn með heimamönnum og mun nánari tilhögun auglýst síðar en takið dagana frá!

———————————————————————————————————

Ecological Society of Iceland announces it’s sixth conference in Hólar Hjaltadal 28th -29th April 2017.

Time flies! Our incredible successful Stykkishólmur 2015 conference was only just over a year ago. It was an important step in the development of our society and professional relationships where both developed and strengthened. It has therefore been decided that our annual conferences will be organized outside Reykjavík every other year.

Mynd: Agnes-Katharina Kreiling

Now it is time for EcoIce 2017 in Hólar í Hjaltadal! The conference program will begin with a snack lunch on Friday and will conclude on Saturday night with an feastful ecological dinner and social evening. The costs will be kept to a minimum as the Society will subsidize member participation.

In addition to traditional oral and poster presentations, there will be opportunities to organize short workshops on specific themes. If you are interested in leading such a workshop and/or participate in organizing the conference, please contact the board (vistfraedifelag@gmail.com).

Detailed arrangements will be announced later but save the dates!

Þessi færsla var birt í Ráðstefnur og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.