Greinasafn fyrir flokkinn: Fræðsluerindi
Norrænt vistfræðiþing 3.-6. feb. 2014 / Pan-nordic Congress in ecology in Feb. 2014.
Norrænu vistfræðisamtökin Oikos munu í samstarfi við Sænska vistfræðifélagið Oikos standa að norrænu vistfræðiþingi 3.-6. febrúar 2014. Þingið verður haldið á Náttúrufræðisafni Svíþjóðar í Stokkhólmi. Við hvetjum íslenska vistfræðinga til að sækja þingið. Nánari upplýsingar munu birtast hér jafnóðum og … Halda áfram að lesa
Veðurfar og lífríki sjávar á Íslandsmiðum / Climate and the marine ecosystem in Icelandic waters
Hafrannsóknastofnunin stendur fyrir ráðstefnu um „Veðurfar og lífríki sjávar á Íslandsmiðum“ í fyrirlestrasal stofnunarinnar, Skúlagötu 4, 21. – 22. febrúar 2013. Ráðstefnan verður öllum opin. Veðurfar og breytileiki hefur mikil áhrif á ástand sjávar, lífsskilyrði í sjónum og göngur og … Halda áfram að lesa
Fræðsluerindi HÍN: Mosar sem glóa – fjölbreytni og vistfræði mosa í ljósi loftslagsbreytinga
Dr. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, plöntuvistfræðingur, flytur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Erindið verður flutt, mánudaginn 26. nóvember kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Í erindinu mun Ingibjörg Svala gefa … Halda áfram að lesa
Haustráðstefna Vistfræðifélags Íslands – dagskrá og skráning
Senn líður að Haustráðstefnu Vistfræðifélags Íslands sem verður haldin þann 17. nóvember í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands. Dagskrá hennar má finna hér. Hægt verður að nálgast ágrip erinda og veggspjalda á vefsvæði ráðstefnunnar fljótlega. Þeir sem hyggjast sækja … Halda áfram að lesa
Málþing um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á umhverfið og samfélag manna
Vísindafélag Íslendinga stendur fyrir málþingi um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á umhverfið og samfélag manna föstudaginn 16. nóvember kl 15-17. Málþingið fer fram í sal V101 í Háskólanum í Reykjavík. Auglýsing og dagskrá
Lífið í Vatnsmýrinni
Í Norræna húsinu, stendur yfir sýning með yfirskriftinni ,,Lífið í Vatnsmýrinni“. Við hvetjum alla vistfræðinga til að sjá sýninguna, en henni lýkur 4. nóvember. Það má segja að sýningin sé afsprengi samstarfverkefnis Norræna hússins, Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um endurheimt … Halda áfram að lesa
Doktorsvörn og fyrirlestrar tengd vatnalíffræði og loftslagsbreytingum 8. og 9. nóvember
Doktorsvörn Rakelar Guðmundsdóttur föstudaginn 9. nóvember kl. 14.00 Rakel Guðmundsdóttir ver doktorsritgerð sína Frumframleiðdendur í norðlægum lækjum og áhrif aukins hita og næringar á framvindu þeirra föstudaginn 9. nóvember 2012 kl. 14.00 í stofu N132 í Öskju í Háskóla Íslands. … Halda áfram að lesa