Fræðsluferð til Sandgerðis

ImageÞriðjudaginn 21. maí stendur Vistfræðifélag Íslands fyrir kvöldferð til Sandgerðis í fuglaskoðun og vistfræðispjall við sérfræðinga Náttúrufræðistofu Suðvesturlands og Rannsóknarseturs HÍ á Suðurnesjum. Leiðsögumenn kvöldferðarinnar verða þeir:

– Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur
forstöðumaður Náttúrufræðistofu Suðvesturlands
– Halldór Pálmar Halldórsson, sjávarlíffræðingur og eiturefnavistfræðingur
forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum
– Óskar Sindri Gíslason, sjávarlíffræðingur
doktorsnemi við Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum

Spjallið hefst á Rannsóknarsetrinu þar sem við munum kynnast rannsóknum og starfseminni betur, þaðan verður svo haldið út í fjöruna þar sem fugla og dýralífið verður skoðað. Ef vel viðrar þá munu fleiri búsvæði fugla verða könnuð í grenndinni. Við mælum því með að þátttakendur hafi með í för: kíkirinn, stígvél/góða gönguskó, hlý föt og jafnvel nesti þar sem ferðin mun ná fram yfir kvöldmatartímann.

Lagt verður að stað frá Reykjavík kl. 17:15 – sameinast verður í bíla við aðalinngang Öskju. Þátttakendur eru hvattir til þess að deila á milli sín bensínkostnaðinum. Áætlaður komutími aftur til Reykjavíkur mun vera á milli kl.21-22

Allir velkomnir!

—————-
Next Tuesday 21st of May the Icelandic Ecological Society are planning an evening tour to Sandgerði (SW-Reykjanes peninsula) for ecology chat and bird watching with the experts from the Southwest Iceland Nature Research Institute and the University of Iceland´s Research Centre in Suðurnes. Our guides of the evening tour will be:

– Gunnar Þór Hallgrímsson, ornithologist
Director of the Southwest Iceland Nature Research Institute
– Halldór Pálmar Halldórsson, marine biologist and ecotoxicologist
Director of the University of Iceland´s Research Centre in Sudurnes
– Óskar Sindri Gíslason, marine biologist
PhD student of the University of Iceland´s Research Centre in Suðurnes

The tour begins inside the Research Centre and will end with a visit to the shore in Sandgerði where the birds and wildlife will be further explored. If the weather will be good we will visit other excellent bird watching habitats at the Reykjanes peninsula. It´s recommended that you bring binoculars, rubber boots/good hiking boots, warm cloths and some snacks if you get hungry.

We will carpool from Reykjavík, meeting at the main entrance of Askja and leaving from there 17:15. Estimated time of arrival back in Reykjavik is between kl.21-22

Everybody is welcome!

Þessi færsla var birt undir Frá Vistfræðifélaginu. Bókamerkja beinan tengil.